Undanfarið hefur staðið yfir hönnun og vinna við nýtt tjaldsvæði í Ólafsfirði, en síðasta sumar var skipt um undirlag og gras á svæðinu. Nú liggur fyrir hönnunartillaga á hvernig svæðið mun mögulega líta út, en þessi teikning hefur verið samþykkt hjá skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar.
↧