Ný göngubrú hefur nú verið reist yfir Svarfaðardalsá og tengir hún saman Hánefsstaðareit sem er í eigu Skógræktarfélags Eyfirðinga, og Friðland Svarfdæla vestan ár. Með þessu eykst útivistargildi svæðisins til muna og sameinað býður það nú upp á möguleika fyrir göngu og hjólreiðafólk,hestaumferð,trjá og fuglaskoðun, menningarminjar, grillaðstöðu og margt fleira.
↧