Fjallabyggð hafði samþykkt að framlengja samning við Hópferðabíla Akureyrar sem séð hafa um skólaakstur í Fjallabyggð, en fyrirtækið segist ekki geta haldið óbreyttum verðum í nýjum samningi. Fjallabyggð hefur því ákveðið að halda útboð um skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð sem verður auglýst nánar síðar.
↧