Nýi frystitogari Ramma hf. í Fjallabyggð er kominn til hafnar eftir að hafa lagt af stað frá Tyrklandi 4. maí. Hann er 80 metra langur, 15,4 metra breiður og 3.720 brúttótonn. Togarinn er smíðaður í Tyrklandi og leysir af eldri togara, Mánaberg ÓF-42 og Sigurbjörgu ÓF-1.
↧