Alþýðuhúsið á Siglufirði hefur verið vinnustofa Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur frá því hún keypti það árið 2011. Þar eru haldnir reglulegir menningarviðburðir en einnig er þar safnbúð í anddyri hússins. Þar eru smærri hlutir til sýnis og sölu eftir Aðalheiði og er búðin opin daglega milli 14-17 þegar skilti er úti.
↧