Fjallabyggð opnaði tilboð í viðbyggingu við Menntaskólann á Tröllaskaga þann 8. ágúst síðastliðinn. Tvö tilboð bárust í verkið og voru þau töluvert yfir kostnaðaráætlun sem var 93.519.264 kr. Tréverki ehf á Dalvík bauð 114.188.559 kr og BB byggingar ehf frá Akureyri buðu 110.811.800 kr. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda.
↧