Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt samhljóða tillögu Gunnars Inga Birgissonar bæjarstjóra Fjallabyggðar um að nefndarlaun verði hækkuð frá 1. maí 2015 um 8% í samræmi við þær breytingar á launum sem samþykktar hafa verið milli kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaga. Bæjarráð Fjallabyggðar tók málið til umfjöllunar þann 15. desember síðastliðinn.
↧