Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt með 7 atkvæðum tillögu bæjarráðs að húsið Kirkjuvegur 4 í Ólafsfirði verði rifið. Ekki tókst að finna kaupenda á húsinu sem þarfnast mikillar endurbóta. Húsið er alls rúmir 322 fermetrar og stendur við hliðina á útibúi Arion banka og Náttúrugripasafni Ólafsfjarðar.
↧