Opið verður í dag á Skíðasvæðinu í Skarðsdal frá kl 12-16. Veðrið á svæðinu kl. 9 fjögra stiga frost og lítilsháttar éljagangur. Færið er troðinn púðursnjór. Á svæðinu er hefur bæst við 25-35 cm. af snjó. Skíðasvæðið á Dalvík opnar … Continue reading →
Skíðasvæðið á Siglufirði opnar kl. 12 í dag
Eimskip styrkir Vinaliðaverkefni í Skagafirði
Á heimasíðu Árskóla á Sauðárkróki segir að Eimskip hafi ákveðið að styrkja Vinaliðaverkefni skólans til að stuðla að útbreiðslu þess. Verkefnið er upprunnið í Noregi og gerði Árskóli nýlega samning við norska eigendur þess en verkefnið er nú komið í … Continue reading →
Fjölbreytt dagskrá í Tindaöxl
World Snow Day verður haldinn í Tindaöxl í Ólafsfirði á morgun sunnudag. Fjölbreytt dagskrá verður í Tindaöxl allan daginn og verður frítt fyrir alla í fjallið. Dagskráin verður eftirfarandi: Kl: 11: Fjallið opið Kl: 12: Bronsmót í svigi Kl: 13: … Continue reading →
World snow day í Tindastól
Skíðasvæðið í Tindastól við Sauðárkrók verður opið í dag frá kl. 11 til 16. Frítt verður í lyftuna fyrir 18 ára og yngri en það þarf að hafa lykilkort til að komast í lyftuna. Það verður sett upp stubbabraut handa … Continue reading →
Frítt á skíði á Dalvík
Í verður World snow day haldinn hátiðlegur um allan heim og að því tilefni verður frítt í fjallið og leigu í Böggvistaðafjalli á Dalvík. Skíðakennsla verður á satðnum bæði fyrir unga sem aldna. Bjartur (lukkudýr félagsins) mætir á svæðið. Ævintýrabraut … Continue reading →
Snjómyndir frá Siglufirði
Nokkrir myndir frá Siglufirði í janúar, en töluverður snjór er í bænum.
Vetrarhátíðir sameinast í eina á Akureyri
Éljagangur, vetrar- og útivistarhátíð á Akureyri, sem haldin hefur verið í byrjun febrúar frá því árið 2011, hefur verið sameinuð Iceland Winter Games sem haldin var í fyrsta sinn árið 2014. Í ár verður því haldin ein stór hátíð undir … Continue reading →
Ályktun Aðalfundar Golfklúbbs Ólafsfjarðar
“Aðalfundur Golfklúbbs Ólafsfjarðar haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg 29. desember 2014. Golfklúbbur Ólafsfjarðar harmar að bæjarstjórn Fjallabyggðar hyggist einungis ætla að setja 1.600.000,- kr. til rekstrar Skeggjabrekkuvallar í Ólafsfirði á árinu 2015. Ljóst er að rekstur golfvallarins árið 2015 mun aldrei … Continue reading →
Næsti leikur KF á sunnudaginn
Næsti leikur Knattspyrnufélags Fjallabyggðar er á sunnudaginn kemur þann 25. janúar. Er það annar leikur liðsins á Norðurlandsmótinu sem fram fer í Boganum á Akureyri. Leikurinn er gegn Leikni Fáskrúðsfirði en bæði lið eru án stiga eftir einn leik í … Continue reading →
Andrésar andar leikarnir 40 ára
Andrésar andar leikarnir verða haldnir 22. – 25. apríl 2015 á Akureyri. Í ár eiga leikarnir 40 ára afmæli og má búast við enn veglegri leikum en undanfarin ár.
Skora á Fjallabyggð að kaupa búnað til kvikmyndasýninga
Skúli Pálsson íbúi í Ólafsfirði hefur skorað á bæjarstjórn Fjallabyggðar að fjárfesta í búnaði til kvikmyndasýninga í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Skúli hefur fundað með bæjarráði Fjallabyggðar og kynnt sínar hugmyndir. Samþykkt hefur verið að vísa erindinu til markaðs- og … Continue reading →
Fríða Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015
Bæjarlistamaður Fjallabyggðar var útnefndur í kvöld ásamt úthlutunum menningarstyrkja. Það kom í hlut Fríðu Gylfadóttur myndlistarkonu að hljóta nafnbótina í ár. Fríða Björk Gylfadóttir eða “Fríða” eins og hún er kölluð, hefur verið búsett á Siglufirði frá árinu 1993. Hún … Continue reading →
Kirkjuvinir Siglufjarðarkirkju halda stofnfund
Haldinn verður stofnfundur félagsins Kirkjuvinir Siglufjarðarkirkju laugardaginn 24. janúar 2015. Þeir sem vilja vera stofnfélagar mæti á fundinn sem haldinn verður á Kaffi Rauðku á Siglufirði og hefst hann klukkan 14:30. Siglufjarðarkirkja var vígð árið 1932. Nánar um kirkjuna hér … Continue reading →
Frítt að sjá Ævar vísindamann í Hofi
Frítt verður að sjá Ævar vísindamann í Hofi menningarhúsi á Akureyri, sunnudaginn 25. janúar næstkomandi. Skemmtunin hefst kl. 14.
Fjallaskíðamennska kennd í Fjallabyggð
Fjallaskíðamennska er nú hluti af útivistaráfanga í Menntaskólanum á Tröllaskaga í Ólafsfirði. Átta nemendur hljóta leiðsögn í skíðakennslu í Tindaöxl í Ólafsfirði. Samstarf er við fyrirtækið Vikingheliskiing sem sérhæfir sig í þyrluskíðamennsku á Tröllaskaga og munu nemendur fá að fara … Continue reading →
Tindastóll hefur ráðið nýjan knattspyrnuþjálfara
Sigurður Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá Tindastóli og mun þjálfa meistaraflokk karla á komandi tímabili. Sigurður sem býr á Sauðárkróki hefur áður þjálfað hjá félaginu og þekkir því bæði félagið og leikmennina vel. Sigurður hefur þjálfað í öllum deildum … Continue reading →
Félagið Vinir Siglufjarðarkirkju stofnað
Stofnfundur Kirkjuvina var haldinn í gær, 24. janúar, á Kaffi Rauðku Siglufirði. Mæting var góð, 19 manns voru skráð sem stofnfélagar og 7 manns í stjórn. Félagið heitir “Vinir Siglufjarðarkirkju” og kallast Kirkjuvinir í daglegu tali. Formaður er Gunnar Smári … Continue reading →
Bikarmót í alpagreinum á Siglufirði
Bikarmót í alpagreinum var haldið á Siglufirði um helgina. Um 50 krakkar frá öllu landinu á aldrinum 13-14 ára kepptu í gær á Siglufirði í svigi og stórsvigi við góðar aðstæður. Myndir af nokkrum sigurvegurum bikarmótsins í gær.
Selirnir á Siglufirði
Nokkrir selir hafa gert sig sýnilega við Hólsá Siglufirði síðustu daga, Steingrímur Kristinsson var einn þeirra sem náði góðum myndum af þeim í vikunni.
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 15 ára í ár
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er 15 ára í ár, en hún var fyrst haldin árið 2000 fyrir tilstuðlan Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði, Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000 og Siglufjarðarkaupstaðar. Hátíðin er skipulögð í nafni Félags um Þjóðlagasetur … Continue reading →