Um 3000 manns hafa heimsótt Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði í páskavikunni. Í dag, annan í páskum er opið frá kl. 10-16. Það er veðurblíða á svæðinu, -3 stiga hiti og logn. Skíðasvæðið verður opið til 1. maí næstkomandi, en 12.-14. maí verður skíðahátíð og Skarðsrennsli.
↧